Rauðvín Ítalía

3.300 kr.

Ciu Ciu Picceno Bacchus

4,5 stjörnur hjá Vinotek

Dökkfjólurautt. Þétt meðalfylling, ósætt, fersk sýra, þétt tannín. Sólber, bláber, hrat, lyng, krydd.

Cíu Cíu Piceno Bacchus er blanda úr tveimur þrúgum til helminga, annars vegar Sangiovese, sem flestir tengja við Toskana og Chianti-vínin og hins vegar Montepulciano sem við þekkjum líklega flest frá héraðinu Abruzzo. Þetta er ungt vín en engu að síður verulega aðgengilegt, liturinn er dökkrauður út í fjólublátt og mjög djúpur. Angan vínsins er þykk og safarík, þarna eru þroskuð svört ber, kirsuber og sólber er renna saman við apótekaralakkrís. Áferðin er mjúk og þykk, vínið einfalt en aðgengilegt og heillandi.

Lífrænt, vegan.

Ítalía, 750 ml, 13,5 %

Out of stock

Category:

Description

Frá Piceno vínræktarhéðarinu í Austurhluta Marche héraðs kemur þetta gríðarlega skemmtilega vín sem er blanda af Sangiovese og Montepulciano. Vínviðurinn er ræktaður í leirkenndum jarðvegi í um 300 metra hæð.

Vínið er dimmrautt á litinn og nokkuð opið strax frá upphafi. Súr kisruber, og fjólur eru áberandi í byrjun en fljótlega kemur fram hvítur pipar, jarðvegur, steinefni, leður, tóbak, lyng og léttur marsipantónn í ljós. Virkilega viðkunnalegur og ferskur ilmur sem er stútfullur af terroir og persónuleika. Það er svo sæmilega bragðmikið með flotta sýru og nokkuð áberandi tannín, sem gerir þetta að efnilegu matarvíni. Nokkuð langt eftirbragð sem hangir á ávextinum. Tilvalið með bragðmeiri pastaréttum sem innihalda kjöt, kálfakjöti eða einfaldlega með grilluðu lamba prime.