Sale!

Viu 1 Chile

Original price was: 10.180 kr..Current price is: 8.700 kr..

Flottasta vínið okkar frá Chile

Viu 1 Malbec
20 ára afmælisútgáfa

97  punkta
5 stjörnur hjá Vínotek
 VIU1 has been recognized as the Best Malbec in Chile by Patricio Tapia’s Guía Descorchados for the 2011, 2014, 2016, 2017, 2018 vintages, as well as the recently released 2019 vintage.

Out of stock

Categories: ,

Description

Viu 1 frá vinhúsinu Viu Manent er eitt af toppvínum ekki bara Colchagua-dalsins heldur líka Chile. Viu Manent er eitt af þeim vínhúsum sem hvað lengst hafa starfað í Colchagua-dalnum. Það var stofnað á fyrri hluta síðustu aldar af fjölskyldu sem flutt hafði til Chile frá Katalóníu og hóf víngerð með því að kaupa þrúgur frá ræktendum í Colchagua. Fyrir rúmri hálfri öld keypti fjölskyldan búgarðinn sem hún hafði fengið þrúgur frá, Hacienda San Carlos de Cunaco, og á vínhúsið nú um 260 hektara af vínekrum í Colchagua.

Elsta vínviðinn er að finna á San Carlos-ekrunni en á hluta hennar má meðal annars finna um aldargamlan Malbec-vínvið sem gefur af sér þrúgurnar í vínið Viu 1. Það er allt gert til að gera þetta vín sem best, þrúgurnar eru handvaldar sem fara í vínið og eftir víngerjunina er vínið geymt í 16 mánuði á (að mestu leyti) nýjum tunnum úr franskri eik.

Það er óalgengt að sjá Malbec frá Chile, þetta er þrúga sem að við tengjum yfirleitt við Argentínu, hvað þá Malbec-vín í þessum gæðaflokki. Þetta er massívt rauðvín, svarblátt á lit, enn ungt og eikin er framarlega í nefinu með vanillu og sviðnum við. Bak við hana leynist svartur ávöxtur, krækiber og sólber, þroskuð en að sama skapi með ferskum blæ, vínið er töluvert míneralískt og mild kryddangan. Tannín eru kröftug og mikil en jafnframt mýkt, þau rífa ekki í, vínið hefur fína dýpt og mikla lengd, góða sýru.