Hvítvín Chile

3.100 kr.

Viu Manent Chardonnay Reserva

4,5 stjörnur hjá Gestgjafanum
Meðalfyllt vín
fölsýrugult, ósætt
fersk sýra, epli
ferskja, stjörnuávöxtur

Chardonnay-vínið Estate Reserva er fölgult með þægilegri sítrusangan, sítrónubörkur og límóna, blómaangan, í munni létt og ferskt með þægilegum suðrænum ávexti.

Chile, 750 ml, 14%

30 in stock

Category:

Description

Vínið er ljóssítrónugult á litinn og með afskaplega opinn ilm. Sítrusávextir eru afskaplega áberandi í fyrstu með sítrónu, lime og greip í aðalhlutverki en bakvið þá er að finna steinefni, hunangsvott, melónu, græn epli, peru, mangó og hvít blóm. Ferskur og nokkuð þéttur ilmur. Kemur skemmtilega á óvart hvað er mikið í gangi og án þess að ætla að fullyrða neitt þá er líklegt að þessi 7% Viognier spili stórt hlutverk þar. Í munni er það þurrt og nokkuð bragðmikið með ágæta sýru sem mætti þó vera ögn meiri. Sítrusávöxturinn er ennþá til staðar, fyrst um sinn, en steinefnin koma sterkari inn í smástund, en á endanum eru það búttaðir suðrænir ávextir sem taka yfir og loka þessu með glæsibrag. Þetta er fyrst og fremst ávaxtaríkt og er ávöxturinn dálítið búttaður en þrátt fyrir að vera örlítið einhæft þá er hressandi að fá Chardonnay sem er ekki keyrt í kaf með tunnuþroskun. Drekkið þetta ekki of kalt (takið það s.s. úr kæli hálftíma fyrir neyslu) og drekkið þetta með bragðmeiri fiskréttum.